Sport

Vonast til að komast í landsliðið á ný

Ívar er klár í landsliðið á ný
Ívar er klár í landsliðið á ný NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn sterki hjá Reading, Ívar Ingimarsson, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann hafi mikinn áhuga á að verða valinn aftur í íslenska landslishópinn fyrir vináttuleikinn við Trinidad og Tóbagó í endaðan febrúar. Ívar verður í eldlínunni í kvöld þegar Reading sækir Southampton heim í beinni á Sýn klukkan 19:35.

"Þegar nýr landsliðsþjálfari tók við var ég strax tilbúinn til að gefa kost á mér í liðið aftur, en það er auðvitað undir nýja þjálfaranum komið," sagði Ívar sem var ekki sáttur við að þeir Ásgeir og Logi kæmu sjaldan að sjá hann spila með Reading. "Eyjólfur hefur þegar komið og séð mig spila og ég hef látið í ljós áhuga minn á að koma aftur inn í landsliðið ef áhugi er fyrir því. Ég er í það minnsta tilbúinn að leggja mig allan fram," sagði Ívar, sem hefur spilað 39 af 40 leikjum Reading í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×