Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er hækkun hlutabréfa í eigu félagsins auk þess sem vaxta- og þjónustutekjur bankans jukust um 60 prósent milli ára. Öll rekstrarsvið fjárfestingabankans voru rekin með hagnaði.