Innlent

Ljóskerið til Massimo Santanicchia

Guðni Gíslason, ritstjóri Ljóss, Jón Otti Sigurðsson, Sigurður Einarsson, J'on Stefán Einarsson, Massimo Santanicchia, Esther Ýr Steinarsdóttir, Hólmsteinn Sigurðsson, framkvæmdastóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hilmar Sigurðsson, varaformaður Ljóstæknifélags Íslands. -
Guðni Gíslason, ritstjóri Ljóss, Jón Otti Sigurðsson, Sigurður Einarsson, J'on Stefán Einarsson, Massimo Santanicchia, Esther Ýr Steinarsdóttir, Hólmsteinn Sigurðsson, framkvæmdastóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hilmar Sigurðsson, varaformaður Ljóstæknifélags Íslands. - MYND/KÞÁ

Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu. Í þriðja sæti varð Esther Ýr Steinarsdóttir vöruhönnuður og fékk hún 300 þúsund krónur.

Markmið keppninnar er að auka áhuga á hönnun góðrar lýsingar og ljóskera að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum og hafa verkin verið til sýningar í Gallery 100° í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×