Sport

Chelsea í 61 stig

Robben er hér kominn upp í stúku til stuðningsmanna Chelsea að fagna sigurmarkinu sem hann skoraði á 69. mínútu. Þetta kostaði hann rautt spjald.
Robben er hér kominn upp í stúku til stuðningsmanna Chelsea að fagna sigurmarkinu sem hann skoraði á 69. mínútu. Þetta kostaði hann rautt spjald.

Chelsea heldur áfram magnaðri sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og vann sigur á botnliði Sunderland nú síðdegis, 1-2 á útivelli. Chelsea lék manni færri frá 70. mínútu þegar Arjen Robben fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Robben fagnaði sigurmarkinu sem hann skoraði með því að stökkva upp í stúku til áhorfenda og fékk spjaldið að launum.

Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í liði Chelsea en þetta var han 250. leikur fyrir félagið.

Það voru heimamenn í Sunderland sem náðu forystunni eftir aðeins 11 mínútna leik með marki Liam Lawrence en Hernan Crespo jafnaði metin á 28. mínútu. Það var svo á 69. mínútu sem Robben skoraði sigurmarkið sem reyndist vera hans lokainnlegg á vellinum í dag. Yfirburðir Chelsea voru talsverðir og áttu Englandsmeistararnir t.a.m. 21 skot að marki Sunderland sem áttu 10 skot að marki gestanna.

Chelsea er langefst í deildinni með 61 stig, sextán stigum á undan Man Utd sem er í 2. sæti. Ótrúlegt en satt þá munar nú 55 stigum á Chelsea og Sunderland sem vermir enn botnsætið deildarinnar og virðist á hraðleið niður í 1. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×