Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi.
Í kvennaflokki mætast eftirtalin lið:
UMFG - Haukar B
Keflavík B - Breiðablik
ÍS - Haukar
Skallagrímur - Keflavík
Karlaflokkur:
Snæfell - UMFN
KR - Keflavík
Skallagrímur - Þór Akureyri
Hamar/Selfoss - UMFG