Eyrarrósin afhent á Bessastöðum á föstudag 9. janúar 2006 12:30 Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira