Peningaskápurinn... 30. desember 2006 06:30 Í fjármálageiranum þykjast menn ekki sjá mikil merki lækkunar lánshæfismats Standard & Poor‘s á markaðinn. Ástæðan kann að vera sú að markaðurinn hafi átt von á henni. Óvænt áhrif þessa lækkaða mats birtist hins vegar í glæslilegri veislu Frjálsrar verslunar þar sem Róbert Wessman var heiðraður sem maður ársins hjá tímaritinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert viðurkenningu fyrir útnefninguna. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar ávarpaði Geir með orðunum „Háttvirtur forsætisráðherra,“ Þótti mönnum þar gæta áhrifa frá Standard og Poor‘s en í þinginu munu þingmenn ávarpaðir sem háttvirtir en ráðherrar sem hæstvirtir og því spurning um hvort skammtímaeinkunn á virðingu ráðherra hefði þar fallið úr AA- í A+. Minnugir forsætisráðherrarAnnars var glatt á hjalla í veislunni, enda þeir Jón G. Hauksson, ritstjóri og eigandi hans Benedikt Jóhannesson með skemmtilegri mönnum. Benedikt lét Geir ekki sleppa og sagði að þeir hjá Frjálsri Verslun hefðu notið þess láns að stjórnmálamenn hefðu verið viljugir til að mæta og afhenda verðlaunin. Hann hefði hringt í Geir sem hefði orðið undrandi og spurt hvort hann hefði ekki afhent verðlaunin í fyrra og hitteðfyrra. „í fyrra reyndist vera árið 2003 og í hitteðfyrra var árið 1999,“ sagði Benedikt og minntist kankvíslega annars stálminnugs forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Í fjármálageiranum þykjast menn ekki sjá mikil merki lækkunar lánshæfismats Standard & Poor‘s á markaðinn. Ástæðan kann að vera sú að markaðurinn hafi átt von á henni. Óvænt áhrif þessa lækkaða mats birtist hins vegar í glæslilegri veislu Frjálsrar verslunar þar sem Róbert Wessman var heiðraður sem maður ársins hjá tímaritinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Róbert viðurkenningu fyrir útnefninguna. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar ávarpaði Geir með orðunum „Háttvirtur forsætisráðherra,“ Þótti mönnum þar gæta áhrifa frá Standard og Poor‘s en í þinginu munu þingmenn ávarpaðir sem háttvirtir en ráðherrar sem hæstvirtir og því spurning um hvort skammtímaeinkunn á virðingu ráðherra hefði þar fallið úr AA- í A+. Minnugir forsætisráðherrarAnnars var glatt á hjalla í veislunni, enda þeir Jón G. Hauksson, ritstjóri og eigandi hans Benedikt Jóhannesson með skemmtilegri mönnum. Benedikt lét Geir ekki sleppa og sagði að þeir hjá Frjálsri Verslun hefðu notið þess láns að stjórnmálamenn hefðu verið viljugir til að mæta og afhenda verðlaunin. Hann hefði hringt í Geir sem hefði orðið undrandi og spurt hvort hann hefði ekki afhent verðlaunin í fyrra og hitteðfyrra. „í fyrra reyndist vera árið 2003 og í hitteðfyrra var árið 1999,“ sagði Benedikt og minntist kankvíslega annars stálminnugs forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira