Lausnarorðið er frelsi 17. desember 2006 05:00 Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun