Framsókn í 90 ár Jón Sigurðsson skrifar 16. desember 2006 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. .
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar