Skattlagning ellilífeyris 16. desember 2006 05:00 Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar