Fyrirtæki sem ríkisborgari? 15. desember 2006 05:00 Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun