Framlög til LÍN skorin niður 15. desember 2006 05:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar