Aðgerðir en ekki orð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. desember 2006 05:00 Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar