Skáldlegur Össur 12. desember 2006 05:00 Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar