Skáldlegur Össur 12. desember 2006 05:00 Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar