Innlent

Staðfesta ósk um eignarnám

Bæjarstjórn Kópavogs ákvað samhljóma á fundi á þriðjudag að leita heimildar umhverfisráðherra fyrir eignarnámi á 863 hektörum lands úr Vatnsendajörðinni. Samkvæmt samkomulagi við Þorstein Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, verður umsamið verð fyrir landið ekki gert opinbert fyrr en hefur veitt eignarnámsheimildina.

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hindra ákvæði í erfðaskrá Þorstein í að selja land úr Vatnsendajörðinni beinni sölu. Þess vegna er sú krókaleið farin að óska eignarnámsheimildar og gera síðan sátt í málinu. Sú sátt mun síðan byggjast á samkomulagi sem þegar liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×