Innlent

Aukning um 738 milljónir

Sérstakri fjárveitingu upp á samtals 560 milljónir króna er varið til að mæta rekstrarhalla heilbrigðisstofnana samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar við meðferð fjáraukalaga. Tillagan var afgreidd úr nefndinni í gær og er stefnt að afgreiðslu laganna í dag.

Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, segir þetta í samræmi við fyrri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Við meðferð frumvarpsins eftir aðra umræðu bætast 738 milljónir við þá 16,2 milljarða sem fjáraukalögin ráðgera að ríkisútgjöldin aukist um á árinu, frá því sem kveðið var á um í fjárlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×