Elsta félag Íslands 190 ára 30. nóvember 2006 05:30 Sigurður Líndal lagaprófessor telur félagið eiga jafn mikið erindi við þjóðina og síðastliðin 190 ár. Það sinni verkum sem annars væru ekki unnin. Með Sigurði á myndinni eru Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Sverrir Kristinsson, eigandi Eignamiðlunar, en þeir starfa báðir fyrir Bókmenntafélagið. MYND/Hörður Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. . Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. .
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira