Elsta félag Íslands 190 ára 30. nóvember 2006 05:30 Sigurður Líndal lagaprófessor telur félagið eiga jafn mikið erindi við þjóðina og síðastliðin 190 ár. Það sinni verkum sem annars væru ekki unnin. Með Sigurði á myndinni eru Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Sverrir Kristinsson, eigandi Eignamiðlunar, en þeir starfa báðir fyrir Bókmenntafélagið. MYND/Hörður Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. . Innlent Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. .
Innlent Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira