Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði 30. nóvember 2006 06:45 Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir . Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir .
Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira