Innlent

Sátt um miskabætur vegna rangrar fréttar

Útgáfufélag DV hefur samið við Holberg Másson um greiðslu miskabóta vegna fréttar sem birtist í DV 24. janúar síðastliðinn. Í fréttinni sagði meðal annars að Holberg hefði smyglað hassi til landsins í loftbelg á áttunda áratugnum.

„Hinn 29. nóvember 2006 var gengið frá sátt við Holberg Másson vegna forsíðufréttar í DV í ársbyrjun. Fyrir liggur að fréttin var efnislega röng. Af því tilefni vilja 365 miðlar hf., sem gefur út DV, taka fram að félagið harmi rangan fréttaflutning blaðsins af fortíð Holbergs, samhliða því sem hann er beðinn afsökunar á þeim óþægindum sem hin ranga umfjöllun olli honum,“ segir í yfirlýsingu 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×