Blaðamaður réði sig til starfa á Grund 30. nóvember 2006 06:45 Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira