Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast 30. nóvember 2006 05:30 Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“
Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira