Orðheldni skiptir máli 30. nóvember 2006 05:00 Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun