Geislavirkni vart í London 29. nóvember 2006 03:00 Lögregluþjónn kemur út úr húsi við Grosvernor Street í London þar sem fundist hafa merki um geislavirk efni. Litvinenko átti stutt erindi í þetta hús daginn sem hann veiktist. MYND/AFP Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun. Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun.
Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent