Geislavirkni vart í London 29. nóvember 2006 03:00 Lögregluþjónn kemur út úr húsi við Grosvernor Street í London þar sem fundist hafa merki um geislavirk efni. Litvinenko átti stutt erindi í þetta hús daginn sem hann veiktist. MYND/AFP Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun. Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun.
Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira