Innlent

Hælisleitendum fækkar

Hælisleitendum hefur fækkað um rúmlega helming hér á landi í ár frá því í fyrra en mál þeirra sem sækja um hæli eru flóknari og umfangsmeiri en áður. Hælisleitendur eru um þrjátíu það sem af er þessu ári. Í fyrra voru hælisumsóknirnar sjötíu og sex talsins og í hittifyrra sóttu tæplega níutíu manns um hæli hér á landi.

Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þetta sé í samræmi við þróunina almennt í Evrópu. „Þetta gerist bara seinna hjá okkur," segir hún og bendir á að hælisleitendum hafi fækkað í öðrum ríkjum Evrópu í fyrra meðan þeim hafi fjölgað hér.

Hildur segir að áður hafi verið mikið um að fólk kæmi í hópum hingað til lands en nú segir hún að þetta séu frekar einstaklingar og nú þurfi að setja meiri rannsóknarvinnu í málin en áður. Útlendingastofnun þurfi nú að senda fleiri í tungumálapróf og staðháttapróf til að staðreyna hvaðan fólk kemur.

„Það er líka tekið harðar á því þegar kerfið er misnotað og fólk til dæmis kært fyrir skjalafals. Það er ekki hægt að líða það að fólk misnoti úrræði sem eru í boði fyrir þá sem þurfa sannarlega aðstoð," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×