Karlar til ábyrgðar 28. nóvember 2006 05:00 Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun