Sjö ára fangelsi fyrir smygl 24. nóvember 2006 04:00 Tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 11,9 kílóum af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu hingað með ferjunni Norrænu í sumar. Mennirnir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Við tollskoðun ferjunnar færðu mennirnir VW Passat skutbíl með bresku skráningarnúmeri að grænu hliði, en þeir vissu ekki að hún, ásamt skráðum farþegum sem með henni kæmu, hefði verið valin í úrtak fyrir tollskoðun. Í ljós kom að Virunas var ekki á farþegalista heldur landi hans, Arvydas Kepalas, sem ekki var með í för, en hann var skráður eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Við skoðun bifreiðarinnar fundust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Við nánari leit fundust átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Við efnarannsókn reyndist vera um afar sterkt amfetamín að ræða. Hefði verið hægt að drýgja það og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni með ríflega 20 prósent styrkleika, til söludreifingar. Mönnunum, sem báðir hafa hlotið refsidóma í öðrum ríkjum, var jafnframt gert að greiða samanlagt eina og hálfa milljón í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 11,9 kílóum af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu hingað með ferjunni Norrænu í sumar. Mennirnir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Við tollskoðun ferjunnar færðu mennirnir VW Passat skutbíl með bresku skráningarnúmeri að grænu hliði, en þeir vissu ekki að hún, ásamt skráðum farþegum sem með henni kæmu, hefði verið valin í úrtak fyrir tollskoðun. Í ljós kom að Virunas var ekki á farþegalista heldur landi hans, Arvydas Kepalas, sem ekki var með í för, en hann var skráður eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Við skoðun bifreiðarinnar fundust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Við nánari leit fundust átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Við efnarannsókn reyndist vera um afar sterkt amfetamín að ræða. Hefði verið hægt að drýgja það og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni með ríflega 20 prósent styrkleika, til söludreifingar. Mönnunum, sem báðir hafa hlotið refsidóma í öðrum ríkjum, var jafnframt gert að greiða samanlagt eina og hálfa milljón í málsvarnarlaun og sakarkostnað.
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira