Áhugi fyrir framboði 24. nóvember 2006 05:00 Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun