Hugmyndafræðileg flatneskja? 20. nóvember 2006 05:00 Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun