Innlent

Vetrarríkið er mikið á Íslandi

Vetrarríkið á landinu hefur ekki farið fram hjá neinum í byggðu bóli undanfarna daga en þess gætir líka víðar. Sjófarendur verða þess varir að óvenjulega kalt hefur verið á undanförnu eins og farþegar um borð í farþegaferjunni Herjólfi í siglingum á milli lands og Eyja.

Ölfussáin riður frá sér klakahröngli í miklu magni og er það vel sjáanlegt lagt á haf út. Vestmanneyingar sem ferðast ítrekað með Herjólfi hafa margir ekki séð ummerki veturs konungs á jafn áþreifanlegan hátt og myndir Óskars P. Friðrikssonar sýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×