Innlent

Engin lög þarf um fjármálin

Sigríður Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt upplýsingar vegna framboðs síns. Prófkjörið kostaði 3,7 milljónir króna og framlög námu 3,8 milljónum. Þau komu frá 25 félögum og 31 einstaklingi. Meðalframlag fyrirtækja var um 135.000 krónur og einstaklinga um 16.000 krónur.

Sigríður segir að hæstu framlög fyrirtækis hafi verið 300 þúsund krónur og einstaklings 250 þúsund. „Með því að birta uppgjör prófkjörsins sýni ég fram á hversu auðvelt það er að birta þessar upplýsingar og að ekki þarf lög um fjármál framboða eins og rætt er um núna. Það er líka umhugsunarefni að þeir sem hæst tala um lög hafa ekki birt upplýsingar sínar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×