Innlent

Strætóferðir féllu niður vegna vinds

Sex strætóferðir frá Akranesi til Reykjavíkur féllu niður vegna veðurs á fimmtudag. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós, segir að ferðirnar hafi fallið niður þar sem vindur hafi farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi. Ferðir falli niður fari vindur yfir 34 metra á sekúndu og 32 metra á sekúndu í hálku.

Ásgeir segir að bílstjórar fylgist með vindstyrknum á Kjalarnesi á vindmæli í Mosfellsbæ og við Hvalfjarðargöngin og taki ákvörðun hverju sinni. Sumir bílarnir séu léttir að aftan og bitur reynsla hafi kennt mönnum að láta ferðir falla niður fari vindur yfir viðmiðunarmörkin. Það sé gert með öryggi farþeganna í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×