Innlent

77 skólar í umhverfistarfi

Öskjuhlíðarskóli fékk Grænfánann afhentan í vor.
Öskjuhlíðarskóli fékk Grænfánann afhentan í vor.

Nú eru 77 skólar á landinu þátttakendur í verkefninu um Grænfánann.

Frá því í haust hafa sex grunnskólar og tveir leikskólar ákveðið að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein.

Þetta eru Gerðaskóli, Grunnskóli Snæfellsbæjar á Hellissandi og í Ólafsvík, Grunnskólinn í Stykkishólmi, Hvolsskóli, Reykjahlíðarskóli og leikskólarnir Náttúruleikskólinn Hvarfi og Skógarsel á Hallormsstað.

Þá tók Foldaskóli við Grænfánanum fyrr nú í vikunni.

Landvernd lýsir ánægju með þetta starf skólanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×