Borgarbókasafn Reykjavíkur ætlar í samstarfi við MS að gefa öllum reykvískum börnum bók árið sem þau verða fjögurra ára.
Fyrstu bækurnar voru afhentar börnum af leikskólanum Dvergasteini í gær og af því tilefni sungu þau nokkur lög á bókasafninu við Tryggvagötu.
Bókin sem um ræðir er Stafrófskver eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn og er verkefnið hugsað sem tilraunaverkefni til tveggja ára.