Bless jólastress? 16. nóvember 2006 05:00 Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar