Erlent

Afsögn enn eins ráðherrans

Yaacoub Sarraf, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Líbanons, sagði sig úr stjórninni á mánudaginn. Sarraf er kristinnar trúar en á laugardaginn sögðu fimm sjía-múslímar sig úr stjórninni vegna þess að þeir vilja að mynduð verði ný þjóðstjórn þar sem sjíar fengju meira vægi.

„Ég get ekki séð sjálfan mig tilheyra neinu stjórnvaldi þar sem heill trúflokkur er fjarverandi," sagði Sarraf. Fjórðungur ríkisstjórnarinnar hefur nú sagt sig úr stjórninni, sem skipuð var 24 ráðherrum.

Afsagnirnar gera það að verkum að stjórnin á erfitt með að sitja öllu lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×