Skúli Helgason: Hreinsum til 15. nóvember 2006 05:00 Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun