Hvar verður þú í kvöld? 6. nóvember 2006 05:00 Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar