Ágætt að það sé skap í mönnum 3. nóvember 2006 00:01 Hannes Sigurðsson missti af æfingunni þegar slagsmálin áttu sér stað, vegna meiðsla. fréttablaðið/daníel Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira