Sextíu og níu ára gamall stuðningsfulltrúi játaði fyrir rétti í Björgvin í Noregi í gær að hafa kynferðislega misnotað líkamlega fatlaðan mann í sextán ár samfleytt. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten.
Hann er sakaður um að hafa notað sér stöðu sína til að verða sér úti um kynlíf með fatlaða manninum, sem er 44 ára.
„Þetta var mikið áfall. Hann var sem einn af fjölskyldunni,“ sagði faðir fatlaða mannsins við blaðamenn í gær.