Erlent

Óheppilegur brandari

John Kerry Öldungadeildarþingmaður.
John Kerry Öldungadeildarþingmaður. MYND/AP

Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry baðst afsökunar í gær á „misheppnuðum brandara“ um Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta. Kerry hafði sagt unglingum í skóla sem hann heimsótti að þeir skyldu stunda nám sitt af kappi, annars ættu þeir á hættu að „festast í Írak“.

Sökuðu repúblikanar hann um að móðga með þessu bandaríska hermenn, en Kerry, sem er demókrati, sagði orðin eingöngu hafa átt við um stefnu forsetans í Írak og minnti á að fólk sem gengi illa í skóla fengi ekki lengur inngöngu í herinn.

Kerry gegndi herþjónustu í Víetnam meðan á stríðinu þar stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×