Jafnréttisstefnan hornreka í fyrirtækjum 1. nóvember 2006 13:20 Konur á færibandi Nýverið voru birtar niðurstöður launakönnunar sem félagsmálaráðuneytið lét gera. Samskonar könnun var gerð árið 1994. Þótt jákvæð breyting sé sögð hafa orðið á starfsumhverfi, starfsháttum, vinnutíma og vinnuviðhorfi kynjanna er kynbundinn launamunur enn til staðar og ekki marktækar breytingar á honum. Munurinn er þó minni hjá hinu opinbera en á almennum markaði. Markaðurinn/GVA Jafnréttisráð veitti fyrir helgi SPRON, fyrst fjármálafyrirtækja, viðurkenningu ráðsins þetta árið. Ráðið segir að með starfsháttum sínum hafi sparisjóðurinn sýnt gott starf á sviði jafnréttismála og vill með viðurkenningunni hvetja önnur fyrirtæki til líkrar starfsemi. Sérfróðir á sviði kynjafræða segja gott og gilt að verðlauna það sem vel sé gert en telja um leið að meira þurfi að koma til því í raun sé kynbundin mismunun bönnuð með lögum og öll stærri fyrirtæki séu skyldug til að hafa og starfa eftir sérstakri jafnréttisáætlun. Þar er veruleg brotalöm á. Sif Konráðsdóttir lögmaður hefur víðtæka reynslu af málum á sviði jafnréttislaga og er jafnframt fyrsti formaður Félags kvenna í lögmennsku. Hún segir ótvírætt að skylt sé að vera með jafnréttisáætlun í öllum fyrirtækjum sem eru með yfir 25 manns í vinnu. „Frá árinu 2000 er sum sé ákvæði í lögum um að þetta sé skylt, en ég er ekki viss um að neitt eftirlit sé með því. Ég man eftir að hafa, í tengslum við annað þegar verið var að setja þessi lög, skrifað og bent á að í stærstu lögmannsstofum yrði þetta skylda, en meðal lögmanna er hlutfall kvenna lágt og minnkar enn þegar farið er úr fulltrúum í eigendur. Ég benti á að lögmannsstofum yrði skylt að setja sér jafnréttisáætlun. Það er hins vegar gaman að því að verðlaun skuli veitt fyrir að gera þetta vel.“ Hægt að kæraLilja Mósesdóttir Lilja, sem er prófessor við Háskólann á Bifröst, segir ekki ólíklegt að fyrirtæki sem standi á milli opinbera geirans og einkafyrirtækja leiði þróun sem snýr að samfélagslegri ábyrgð og því komi ef til vill ekki á óvart að SPRON skyldi hafa fengið viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir helgi. Markaðurinn/PjeturSif segir hins vegar erfiðara um vik þegar að því komi að framfylgja jafnréttislögunum eða sækja bætur vegna ákvæða um jafnréttisáætlun. „Vinnumarkaðnum eru settar alveg skýrar markmiðsreglur og skylda þeirra er rík samkvæmt 13. grein laganna. Þeim er skylt að hafa jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti í starfsmannastefnu. Maður sér hins vegar ekki alveg hvernig ætti að reyna á það. Jafnréttisáætlun á náttúrlega að vera tæki til að vinna að þessu markmiði um jafna stöðu kynjanna á atvinnumarkaði, en það þarf náttúrlega að brjóta á einhverjum til að hann eigi aðild að dómsmáli þar sem mætti láta á málið reyna. Þegar starfsmaður telur að fram hjá sér sé gengið í stöðuveitingu, stöðuhækkun eða launum er náttúrlega vísað í þessa skyldu til atvinnurekenda til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og innan síns fyrirtækis. Hitt er náttúrlega bara tæki og ég veit ekki hvort Jafnréttisstofa telur sig hafa heimildir til annars en að benda mönnum á og hvetja til, hafi þeir ekki jafnréttisáætlun.“ Sif segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að kæra fyrirtæki fyrir að vera ekki með jafnréttisáætlun. „Samkvæmt 28. grein laganna er sá sem að ásettu ráði brýtur gegn lögunum skaðabótaskyldur. Svo er næsta ákvæði, 29. grein, þar sem kveðið er á um sektir. Nú er komið að því að Jafnréttisstofa svari fyrir það hvernig hún ætlar að framfylgja skyldunni til að gera jafnréttisáætlun séu starfsmenn fleiri en 25 og hvort verið sé að vinna í því. Fyrst þarf hún að hvetja fyrirtækin til að gera áætlun og síðan þarf að vera einhver frestur og síðan þarf að bregðast við brotum. Eitt er að veita viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem vel gera, en í sjálfu sér held ég að þau séu bara að framfylgja lagaskyldu. Hitt er svo að refsa þeim sem brjóta ítrekað gegn lögunum og bæta ekki úr.“ Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir að verið sé að undirbúa áskoranir til fyrirtækja um að standa rétt að málum varðandi jafnréttisstefnu og að búast megi við að send verði út bréf þar að lútandi innan tíðar. „Svo er jú í gangi endurskoðun laganna líka og dálítið beðið eftir niðurstöðu þar. En við erum að vinna að þessu núna,“ segir hún, en í bréfinu verður skylda fyrirtækjanna áréttuð og hvaða ábyrgð fylgi því að framfylgja henni ekki. Borgar jafnrétti sig?Sif Konráðsdóttir lögmaður Sif segir Jafnréttisstofu geta hvatt stærri fyrirtæki til að fara að ákvæðum jafnréttislaga hvað varðar jafnréttisáætlanir, en það sé undanfari þess að slík mál geti endað á borði dómstóla. Markaðurinn/HariEftir stendur spurningin um hagkvæmni þess að stuðla að jafnrétti á vinnustað og jöfnun kynjahlutfalla í stjórnunarstöðum. Þar eru ekki allir á sama máli. Hagfræðikenningar ganga út á að starfsfólkið færi sig annað og vilji fremur starfa þar sem ekki er til staðar misrétti. Sú kenning stendur því og fellur með því að starfsfólkið hafi í eitthvað betra að sækja. Bent hefur verið á að í umhverfi þar sem allir eru brotlegir, líkt og hér virðist vera raunin því kynbundinn launamunur er viðvarandi samkvæmt nýrri könnun félagsmálaráðuneytisins, kunni að „borga sig“ að halda launakostnaði niðri með kynbundnum launamun. Fyrirtækin fái þá betri starfskraft fyrir minna fé. Þá kemur fram í „Female FTSE index 2005“ sem Miðstöð til framdráttar kvenkynsstjórnenda við Háskólinn í Cranfield stendur fyrir í Bretlandi að ekki sé hægt að finna fylgni milli fjölda kvenkyns stjórnarmanna og bættrar fjárhagsafkomu fyrirtækjanna. Sú ályktun hafði þó verið dregin í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2003, en í könnuninni er haldið utan um fjölda kvenkynsstjórnenda og stjórnarmanna í stærstu fyrirtækjum og mæld breytingin milli ára, Hins vegar kemur fram að þegar kemur að góðum stjórnunarháttum fá fyrirtæki með konur við stjórnvölinn töluvert hærri einkunn en fyrirtæki þar sem stjórnin er bara skipuð körlum. Lilja Mósesdóttir, prófessor í hagfræði við Háskólann á Bifröst, segir þau rök oftast notuð fyrir því að jafnræði kynjanna á vinnumarkaði borgi sig vera að í þeim löndum þar sem kynjajafnrétti sé mest þar hafi hagvöxtur verið einna mestur. „Þetta á þá náttúrlega fyrst og fremst við Norðurlöndin. Ef þetta er fært niður á fyrirtækjaplan, sé ástæðan fyrir því að hagvöxtur er mestur þar sem kynjajöfnuður er mestur, síðan sú að jöfnuður leiði til aukinnar framleiðni í fyrirtækjunum. Kynjamismunur kemur í veg fyrir að hæfni og geta kvenna nýtist fyrirtækjunum að fullu, það að konum sé mismunað dregur náttúrlega úr vilja þeirra til að gera vel,“ segir hún og kveður rannsóknir meðal fyrirtækja hafa sýnt að kynjajöfnuður auki framleiðni. Hún segir þó tæpast hægt að draga af því of miklar ályktanir að hér hafi verið óhemjuuppgangur og framleiðniaukning á sama tíma og kynbundinn launamunur hafi verið viðvarandi, enda hafi fleiri þættir áhrif á framleiðnina, svo sem aukin menntun vinnuafls. „Svo held ég að kynjamisrétti geti orðið til þess að draga úr framleiðni kvenna eftir því sem þær eru lengur á vinnumarkaði og sé jafnvel orsök fyrir því að þær hverfi fyrr af vinnumarkaði. Ég held að ungar konur fari ekki að upplifa þetta fyrr en eftir einhvern tíma. Misrétti er náttúrlega bannað með lögum þannig að þetta er allt mjög ósýnilegt. Það er ekki fyrr en konur fara að reka sig upp undir glerþakið í einkageiranum og finna að þær komast ekki lengra, eða í opinbera geiranum þar sem til dæmis umönnunarstörf eru algjörlega vanmetin í samanburði við önnur jafnverðmæt störf.“ Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Jafnréttisráð veitti fyrir helgi SPRON, fyrst fjármálafyrirtækja, viðurkenningu ráðsins þetta árið. Ráðið segir að með starfsháttum sínum hafi sparisjóðurinn sýnt gott starf á sviði jafnréttismála og vill með viðurkenningunni hvetja önnur fyrirtæki til líkrar starfsemi. Sérfróðir á sviði kynjafræða segja gott og gilt að verðlauna það sem vel sé gert en telja um leið að meira þurfi að koma til því í raun sé kynbundin mismunun bönnuð með lögum og öll stærri fyrirtæki séu skyldug til að hafa og starfa eftir sérstakri jafnréttisáætlun. Þar er veruleg brotalöm á. Sif Konráðsdóttir lögmaður hefur víðtæka reynslu af málum á sviði jafnréttislaga og er jafnframt fyrsti formaður Félags kvenna í lögmennsku. Hún segir ótvírætt að skylt sé að vera með jafnréttisáætlun í öllum fyrirtækjum sem eru með yfir 25 manns í vinnu. „Frá árinu 2000 er sum sé ákvæði í lögum um að þetta sé skylt, en ég er ekki viss um að neitt eftirlit sé með því. Ég man eftir að hafa, í tengslum við annað þegar verið var að setja þessi lög, skrifað og bent á að í stærstu lögmannsstofum yrði þetta skylda, en meðal lögmanna er hlutfall kvenna lágt og minnkar enn þegar farið er úr fulltrúum í eigendur. Ég benti á að lögmannsstofum yrði skylt að setja sér jafnréttisáætlun. Það er hins vegar gaman að því að verðlaun skuli veitt fyrir að gera þetta vel.“ Hægt að kæraLilja Mósesdóttir Lilja, sem er prófessor við Háskólann á Bifröst, segir ekki ólíklegt að fyrirtæki sem standi á milli opinbera geirans og einkafyrirtækja leiði þróun sem snýr að samfélagslegri ábyrgð og því komi ef til vill ekki á óvart að SPRON skyldi hafa fengið viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir helgi. Markaðurinn/PjeturSif segir hins vegar erfiðara um vik þegar að því komi að framfylgja jafnréttislögunum eða sækja bætur vegna ákvæða um jafnréttisáætlun. „Vinnumarkaðnum eru settar alveg skýrar markmiðsreglur og skylda þeirra er rík samkvæmt 13. grein laganna. Þeim er skylt að hafa jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti í starfsmannastefnu. Maður sér hins vegar ekki alveg hvernig ætti að reyna á það. Jafnréttisáætlun á náttúrlega að vera tæki til að vinna að þessu markmiði um jafna stöðu kynjanna á atvinnumarkaði, en það þarf náttúrlega að brjóta á einhverjum til að hann eigi aðild að dómsmáli þar sem mætti láta á málið reyna. Þegar starfsmaður telur að fram hjá sér sé gengið í stöðuveitingu, stöðuhækkun eða launum er náttúrlega vísað í þessa skyldu til atvinnurekenda til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og innan síns fyrirtækis. Hitt er náttúrlega bara tæki og ég veit ekki hvort Jafnréttisstofa telur sig hafa heimildir til annars en að benda mönnum á og hvetja til, hafi þeir ekki jafnréttisáætlun.“ Sif segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að kæra fyrirtæki fyrir að vera ekki með jafnréttisáætlun. „Samkvæmt 28. grein laganna er sá sem að ásettu ráði brýtur gegn lögunum skaðabótaskyldur. Svo er næsta ákvæði, 29. grein, þar sem kveðið er á um sektir. Nú er komið að því að Jafnréttisstofa svari fyrir það hvernig hún ætlar að framfylgja skyldunni til að gera jafnréttisáætlun séu starfsmenn fleiri en 25 og hvort verið sé að vinna í því. Fyrst þarf hún að hvetja fyrirtækin til að gera áætlun og síðan þarf að vera einhver frestur og síðan þarf að bregðast við brotum. Eitt er að veita viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem vel gera, en í sjálfu sér held ég að þau séu bara að framfylgja lagaskyldu. Hitt er svo að refsa þeim sem brjóta ítrekað gegn lögunum og bæta ekki úr.“ Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir að verið sé að undirbúa áskoranir til fyrirtækja um að standa rétt að málum varðandi jafnréttisstefnu og að búast megi við að send verði út bréf þar að lútandi innan tíðar. „Svo er jú í gangi endurskoðun laganna líka og dálítið beðið eftir niðurstöðu þar. En við erum að vinna að þessu núna,“ segir hún, en í bréfinu verður skylda fyrirtækjanna áréttuð og hvaða ábyrgð fylgi því að framfylgja henni ekki. Borgar jafnrétti sig?Sif Konráðsdóttir lögmaður Sif segir Jafnréttisstofu geta hvatt stærri fyrirtæki til að fara að ákvæðum jafnréttislaga hvað varðar jafnréttisáætlanir, en það sé undanfari þess að slík mál geti endað á borði dómstóla. Markaðurinn/HariEftir stendur spurningin um hagkvæmni þess að stuðla að jafnrétti á vinnustað og jöfnun kynjahlutfalla í stjórnunarstöðum. Þar eru ekki allir á sama máli. Hagfræðikenningar ganga út á að starfsfólkið færi sig annað og vilji fremur starfa þar sem ekki er til staðar misrétti. Sú kenning stendur því og fellur með því að starfsfólkið hafi í eitthvað betra að sækja. Bent hefur verið á að í umhverfi þar sem allir eru brotlegir, líkt og hér virðist vera raunin því kynbundinn launamunur er viðvarandi samkvæmt nýrri könnun félagsmálaráðuneytisins, kunni að „borga sig“ að halda launakostnaði niðri með kynbundnum launamun. Fyrirtækin fái þá betri starfskraft fyrir minna fé. Þá kemur fram í „Female FTSE index 2005“ sem Miðstöð til framdráttar kvenkynsstjórnenda við Háskólinn í Cranfield stendur fyrir í Bretlandi að ekki sé hægt að finna fylgni milli fjölda kvenkyns stjórnarmanna og bættrar fjárhagsafkomu fyrirtækjanna. Sú ályktun hafði þó verið dregin í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2003, en í könnuninni er haldið utan um fjölda kvenkynsstjórnenda og stjórnarmanna í stærstu fyrirtækjum og mæld breytingin milli ára, Hins vegar kemur fram að þegar kemur að góðum stjórnunarháttum fá fyrirtæki með konur við stjórnvölinn töluvert hærri einkunn en fyrirtæki þar sem stjórnin er bara skipuð körlum. Lilja Mósesdóttir, prófessor í hagfræði við Háskólann á Bifröst, segir þau rök oftast notuð fyrir því að jafnræði kynjanna á vinnumarkaði borgi sig vera að í þeim löndum þar sem kynjajafnrétti sé mest þar hafi hagvöxtur verið einna mestur. „Þetta á þá náttúrlega fyrst og fremst við Norðurlöndin. Ef þetta er fært niður á fyrirtækjaplan, sé ástæðan fyrir því að hagvöxtur er mestur þar sem kynjajöfnuður er mestur, síðan sú að jöfnuður leiði til aukinnar framleiðni í fyrirtækjunum. Kynjamismunur kemur í veg fyrir að hæfni og geta kvenna nýtist fyrirtækjunum að fullu, það að konum sé mismunað dregur náttúrlega úr vilja þeirra til að gera vel,“ segir hún og kveður rannsóknir meðal fyrirtækja hafa sýnt að kynjajöfnuður auki framleiðni. Hún segir þó tæpast hægt að draga af því of miklar ályktanir að hér hafi verið óhemjuuppgangur og framleiðniaukning á sama tíma og kynbundinn launamunur hafi verið viðvarandi, enda hafi fleiri þættir áhrif á framleiðnina, svo sem aukin menntun vinnuafls. „Svo held ég að kynjamisrétti geti orðið til þess að draga úr framleiðni kvenna eftir því sem þær eru lengur á vinnumarkaði og sé jafnvel orsök fyrir því að þær hverfi fyrr af vinnumarkaði. Ég held að ungar konur fari ekki að upplifa þetta fyrr en eftir einhvern tíma. Misrétti er náttúrlega bannað með lögum þannig að þetta er allt mjög ósýnilegt. Það er ekki fyrr en konur fara að reka sig upp undir glerþakið í einkageiranum og finna að þær komast ekki lengra, eða í opinbera geiranum þar sem til dæmis umönnunarstörf eru algjörlega vanmetin í samanburði við önnur jafnverðmæt störf.“
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira