Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann 31. október 2006 05:30 Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum.
Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira