Með fjölbreytni að vopni 26. október 2006 05:00 Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun