Samskipti barna og foreldra 26. október 2006 05:00 Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar