Eru íslenskar byggðir í andarslitrunum? 19. október 2006 05:00 Í grein þessari, sem er sú seinni, gera undirritaðir nokkrar athugasemdir við málsmeðferð og túlkanir Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns, í röð fréttaskýringa sem birtist í Fréttablaðinu og grundvölluð er á líkani sem sett hefur verið fram af Frank J. Popper og Deborah konu hans. Þar er gefið út dánarvottorð á obba landsbyggðar á Íslandi. Í fyrri greininni var fjallað um takmarkanir líkansins á íslenskar aðstæður. Í þessum seinni hluta verður bent á þætti sem horft hefur verið til í nýlegum rannsóknum á vexti og viðgengi byggðarlaga og velta má fyrir sér hvort hefðu ekki átt að taka með í reikninginn, sérstaklega þegar kveða á svo fast að orði um framtíð fjölda sveitarfélaga og landsvæða. Við byrjum á að fjalla um nálægð við sterka byggðarkjarna, dulda búsetu og væntingar heimamanna og annarra um starfsemi á svæðinu og ljúkum síðan á að rekja marga aðra þætti sem komið hefur í ljós að geti skipt máli. Nálægð við sterkan byggðarkjarna. Stærðarhagkvæmni þéttbýlis er talin hafa mikið um framtíð þess og nágrannasveitarfélaga að segja. Vöxturinn á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi og á Suðurnesjum væri sennilega lítill eða enginn ef ekki væri fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið. Akureyri hefur svipuð áhrif á nágrenni sitt og því ótrúlegt að sjá nágrannahreppa bæjarins dæmda til dauða í fyrrnefndri greiningu, m.a. fyrir meint strjálbýli sem litla sem enga þýðingu hefur. Dulin búseta. Ekki er tekið tillit til dulinnar búsetu eða annarrar búsetu eins og fjarbúðar og tvöfaldrar búsetu, enda erfitt að henda reiður á slíkum staðreyndum í opinberum staðtölum. Það færist í vöxt að almenningur velji sér annað heimili í öðru sveitarfélagi en getur lagalega séð ekki verið skráð á tveimur stöðum. Vaxandi frístundahúsaeign bæði í sumarbústaðalöndum, til sveita eða í bæjum og þorpum utan höfuðborgarsvæðisins er til vitnis um það. Af slíkri búsetu er um veruleg margfeldisáhrif að ræða, bæði efnahagsleg og félagsleg. Þetta á auðvitað helst við þau svæði sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu. Væntingar íbúanna. Í nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að væntingar fólks um framtíð byggðarlaga hafa mjög mikið með vöxt þeirra og viðgengi að gera. Jákvæðar væntingar eru frumforsenda fjárfestinga og fjárfestingar eru undirrót hagvaxtar. Í sumum rannsóknum benda niðurstöður til þess að væntingar hafi meiri áhrif heldur en laun. Lönd og landsvæði hafa búið við stöðnun og jafnvel hnignun í ár og áratugi vegna neikvæðra væntinga. Þá hefur þurft „stóran atburð" til að byggja upp jákvæðar væntingar og koma þar með hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Álver á Austurlandi er dæmi um „stóran atburð" og er það álit all sumra fræðimanna að svæðið fari að dafna á ný eftir erfitt tímabil. Til þess að undirstrika það hversu flókið samband um er að ræða þegar fólk flytur að eða frá byggðarlögum má nefna enn fleiri þætti sem hafa áhrif. Hér má nefna þætti sem tengjast umhverfinu eins og nálægð við fjölbreytta (villta) náttúru, fallegt umhverfi, litla umferð (e. traffic congestion), róleg íbúðarhverfi. Fjarlægðir skipta máli. Þar má nefna nálægð heimilis, vinnustaðar, skóla, verslana og annarrar nauðsynlegrar þjónustu. Einnig er nálægð dreifbýlis við bæ eða borg mjög mikilvæg. Aðstæður á vinnumarkaði eru mikilvægar. Ásamt launum hafa atvinnuöryggi, fjölbreytni atvinnulífsins og atvinnuleysi einnig mikil áhrif. Þá hefur staða eignamarkaðar líka áhrif. Fullnægjandi framboð á húsnæði til kaupa, leigu, svo og verð þess eru einnig mikilvægir þættir til viðbótar við eftirspurn þess. Öflugur vöru- og þjónustumarkaður skiptir miklu máli fyrir byggðarlög eins og kom m.a. í ljós í rannsókn Stefáns Ólafssonar. Þessa þætti er hvergi að finna í líkani Poppers og þykir undrun sæta. Þetta eru þættir eins og vöruverð, þjónustustig og gott vöruúrval. Að lokum hefur opinber þjónusta af ýmsum toga mikið að segja ásamt félagslegum þáttum. Glæpatíðni hefur t.a.m. spillt fyrir eðlilegri þróun borga svo eitthvað sé nefnt. Að gefnu tilefni viljum því draga fram þessar athugasemdir í þessari grein og þeirri fyrri og benda á að um flókið samhengi er að ræða. Fræðimenn hafa verið að þróa flókin spálíkön til þess að meta þessa hluti. Ýmis líkön hafa verið í notkun og flest þeirra taka tillit til tuga áhrifabreyta. Það nýjasta er jafnvægislíkan sem byggir á alveg nýrri kenningu um búferlaflutninga innanlands og leggur mikla áherslu á landfræðilega stærðarhagkvæmni og nálægð smærri byggðarlaga við þau stærri. Af þessum sökum er mikilvægt að kveða ekki fast að orði þegar menn vilja stilla upp dauðalista yfir heilu byggðarlögin. Það verður að teljast ábyrgðarhluti að gefa slíkt út, án þess að meira liggi að baki en, að því er virðist yfirborðsleg notkun á kennitölum sem fyrir það fyrsta eru vafasöm samsetning og aukinheldur eiga í sumum tilfellum afar illa við íslenskan veruleika. Engu að síður viljum við að lokum taka vilja blaðamanns fyrir verkið. Með greinaflokki þessum hefur verið sýnd viðleitni til þess að kafa ofan í þjóðmál. Það út af fyrir sig er þakkarvert, ekki síst þegar olnbogabörn eins og byggðamál ber á góma. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Sjá meira
Í grein þessari, sem er sú seinni, gera undirritaðir nokkrar athugasemdir við málsmeðferð og túlkanir Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns, í röð fréttaskýringa sem birtist í Fréttablaðinu og grundvölluð er á líkani sem sett hefur verið fram af Frank J. Popper og Deborah konu hans. Þar er gefið út dánarvottorð á obba landsbyggðar á Íslandi. Í fyrri greininni var fjallað um takmarkanir líkansins á íslenskar aðstæður. Í þessum seinni hluta verður bent á þætti sem horft hefur verið til í nýlegum rannsóknum á vexti og viðgengi byggðarlaga og velta má fyrir sér hvort hefðu ekki átt að taka með í reikninginn, sérstaklega þegar kveða á svo fast að orði um framtíð fjölda sveitarfélaga og landsvæða. Við byrjum á að fjalla um nálægð við sterka byggðarkjarna, dulda búsetu og væntingar heimamanna og annarra um starfsemi á svæðinu og ljúkum síðan á að rekja marga aðra þætti sem komið hefur í ljós að geti skipt máli. Nálægð við sterkan byggðarkjarna. Stærðarhagkvæmni þéttbýlis er talin hafa mikið um framtíð þess og nágrannasveitarfélaga að segja. Vöxturinn á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi og á Suðurnesjum væri sennilega lítill eða enginn ef ekki væri fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið. Akureyri hefur svipuð áhrif á nágrenni sitt og því ótrúlegt að sjá nágrannahreppa bæjarins dæmda til dauða í fyrrnefndri greiningu, m.a. fyrir meint strjálbýli sem litla sem enga þýðingu hefur. Dulin búseta. Ekki er tekið tillit til dulinnar búsetu eða annarrar búsetu eins og fjarbúðar og tvöfaldrar búsetu, enda erfitt að henda reiður á slíkum staðreyndum í opinberum staðtölum. Það færist í vöxt að almenningur velji sér annað heimili í öðru sveitarfélagi en getur lagalega séð ekki verið skráð á tveimur stöðum. Vaxandi frístundahúsaeign bæði í sumarbústaðalöndum, til sveita eða í bæjum og þorpum utan höfuðborgarsvæðisins er til vitnis um það. Af slíkri búsetu er um veruleg margfeldisáhrif að ræða, bæði efnahagsleg og félagsleg. Þetta á auðvitað helst við þau svæði sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu. Væntingar íbúanna. Í nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að væntingar fólks um framtíð byggðarlaga hafa mjög mikið með vöxt þeirra og viðgengi að gera. Jákvæðar væntingar eru frumforsenda fjárfestinga og fjárfestingar eru undirrót hagvaxtar. Í sumum rannsóknum benda niðurstöður til þess að væntingar hafi meiri áhrif heldur en laun. Lönd og landsvæði hafa búið við stöðnun og jafnvel hnignun í ár og áratugi vegna neikvæðra væntinga. Þá hefur þurft „stóran atburð" til að byggja upp jákvæðar væntingar og koma þar með hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Álver á Austurlandi er dæmi um „stóran atburð" og er það álit all sumra fræðimanna að svæðið fari að dafna á ný eftir erfitt tímabil. Til þess að undirstrika það hversu flókið samband um er að ræða þegar fólk flytur að eða frá byggðarlögum má nefna enn fleiri þætti sem hafa áhrif. Hér má nefna þætti sem tengjast umhverfinu eins og nálægð við fjölbreytta (villta) náttúru, fallegt umhverfi, litla umferð (e. traffic congestion), róleg íbúðarhverfi. Fjarlægðir skipta máli. Þar má nefna nálægð heimilis, vinnustaðar, skóla, verslana og annarrar nauðsynlegrar þjónustu. Einnig er nálægð dreifbýlis við bæ eða borg mjög mikilvæg. Aðstæður á vinnumarkaði eru mikilvægar. Ásamt launum hafa atvinnuöryggi, fjölbreytni atvinnulífsins og atvinnuleysi einnig mikil áhrif. Þá hefur staða eignamarkaðar líka áhrif. Fullnægjandi framboð á húsnæði til kaupa, leigu, svo og verð þess eru einnig mikilvægir þættir til viðbótar við eftirspurn þess. Öflugur vöru- og þjónustumarkaður skiptir miklu máli fyrir byggðarlög eins og kom m.a. í ljós í rannsókn Stefáns Ólafssonar. Þessa þætti er hvergi að finna í líkani Poppers og þykir undrun sæta. Þetta eru þættir eins og vöruverð, þjónustustig og gott vöruúrval. Að lokum hefur opinber þjónusta af ýmsum toga mikið að segja ásamt félagslegum þáttum. Glæpatíðni hefur t.a.m. spillt fyrir eðlilegri þróun borga svo eitthvað sé nefnt. Að gefnu tilefni viljum því draga fram þessar athugasemdir í þessari grein og þeirri fyrri og benda á að um flókið samhengi er að ræða. Fræðimenn hafa verið að þróa flókin spálíkön til þess að meta þessa hluti. Ýmis líkön hafa verið í notkun og flest þeirra taka tillit til tuga áhrifabreyta. Það nýjasta er jafnvægislíkan sem byggir á alveg nýrri kenningu um búferlaflutninga innanlands og leggur mikla áherslu á landfræðilega stærðarhagkvæmni og nálægð smærri byggðarlaga við þau stærri. Af þessum sökum er mikilvægt að kveða ekki fast að orði þegar menn vilja stilla upp dauðalista yfir heilu byggðarlögin. Það verður að teljast ábyrgðarhluti að gefa slíkt út, án þess að meira liggi að baki en, að því er virðist yfirborðsleg notkun á kennitölum sem fyrir það fyrsta eru vafasöm samsetning og aukinheldur eiga í sumum tilfellum afar illa við íslenskan veruleika. Engu að síður viljum við að lokum taka vilja blaðamanns fyrir verkið. Með greinaflokki þessum hefur verið sýnd viðleitni til þess að kafa ofan í þjóðmál. Það út af fyrir sig er þakkarvert, ekki síst þegar olnbogabörn eins og byggðamál ber á góma. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar