Eru íslenskar byggðir í andarslitrunum? 19. október 2006 05:00 Í grein þessari, sem er sú seinni, gera undirritaðir nokkrar athugasemdir við málsmeðferð og túlkanir Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns, í röð fréttaskýringa sem birtist í Fréttablaðinu og grundvölluð er á líkani sem sett hefur verið fram af Frank J. Popper og Deborah konu hans. Þar er gefið út dánarvottorð á obba landsbyggðar á Íslandi. Í fyrri greininni var fjallað um takmarkanir líkansins á íslenskar aðstæður. Í þessum seinni hluta verður bent á þætti sem horft hefur verið til í nýlegum rannsóknum á vexti og viðgengi byggðarlaga og velta má fyrir sér hvort hefðu ekki átt að taka með í reikninginn, sérstaklega þegar kveða á svo fast að orði um framtíð fjölda sveitarfélaga og landsvæða. Við byrjum á að fjalla um nálægð við sterka byggðarkjarna, dulda búsetu og væntingar heimamanna og annarra um starfsemi á svæðinu og ljúkum síðan á að rekja marga aðra þætti sem komið hefur í ljós að geti skipt máli. Nálægð við sterkan byggðarkjarna. Stærðarhagkvæmni þéttbýlis er talin hafa mikið um framtíð þess og nágrannasveitarfélaga að segja. Vöxturinn á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi og á Suðurnesjum væri sennilega lítill eða enginn ef ekki væri fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið. Akureyri hefur svipuð áhrif á nágrenni sitt og því ótrúlegt að sjá nágrannahreppa bæjarins dæmda til dauða í fyrrnefndri greiningu, m.a. fyrir meint strjálbýli sem litla sem enga þýðingu hefur. Dulin búseta. Ekki er tekið tillit til dulinnar búsetu eða annarrar búsetu eins og fjarbúðar og tvöfaldrar búsetu, enda erfitt að henda reiður á slíkum staðreyndum í opinberum staðtölum. Það færist í vöxt að almenningur velji sér annað heimili í öðru sveitarfélagi en getur lagalega séð ekki verið skráð á tveimur stöðum. Vaxandi frístundahúsaeign bæði í sumarbústaðalöndum, til sveita eða í bæjum og þorpum utan höfuðborgarsvæðisins er til vitnis um það. Af slíkri búsetu er um veruleg margfeldisáhrif að ræða, bæði efnahagsleg og félagsleg. Þetta á auðvitað helst við þau svæði sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu. Væntingar íbúanna. Í nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að væntingar fólks um framtíð byggðarlaga hafa mjög mikið með vöxt þeirra og viðgengi að gera. Jákvæðar væntingar eru frumforsenda fjárfestinga og fjárfestingar eru undirrót hagvaxtar. Í sumum rannsóknum benda niðurstöður til þess að væntingar hafi meiri áhrif heldur en laun. Lönd og landsvæði hafa búið við stöðnun og jafnvel hnignun í ár og áratugi vegna neikvæðra væntinga. Þá hefur þurft „stóran atburð" til að byggja upp jákvæðar væntingar og koma þar með hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Álver á Austurlandi er dæmi um „stóran atburð" og er það álit all sumra fræðimanna að svæðið fari að dafna á ný eftir erfitt tímabil. Til þess að undirstrika það hversu flókið samband um er að ræða þegar fólk flytur að eða frá byggðarlögum má nefna enn fleiri þætti sem hafa áhrif. Hér má nefna þætti sem tengjast umhverfinu eins og nálægð við fjölbreytta (villta) náttúru, fallegt umhverfi, litla umferð (e. traffic congestion), róleg íbúðarhverfi. Fjarlægðir skipta máli. Þar má nefna nálægð heimilis, vinnustaðar, skóla, verslana og annarrar nauðsynlegrar þjónustu. Einnig er nálægð dreifbýlis við bæ eða borg mjög mikilvæg. Aðstæður á vinnumarkaði eru mikilvægar. Ásamt launum hafa atvinnuöryggi, fjölbreytni atvinnulífsins og atvinnuleysi einnig mikil áhrif. Þá hefur staða eignamarkaðar líka áhrif. Fullnægjandi framboð á húsnæði til kaupa, leigu, svo og verð þess eru einnig mikilvægir þættir til viðbótar við eftirspurn þess. Öflugur vöru- og þjónustumarkaður skiptir miklu máli fyrir byggðarlög eins og kom m.a. í ljós í rannsókn Stefáns Ólafssonar. Þessa þætti er hvergi að finna í líkani Poppers og þykir undrun sæta. Þetta eru þættir eins og vöruverð, þjónustustig og gott vöruúrval. Að lokum hefur opinber þjónusta af ýmsum toga mikið að segja ásamt félagslegum þáttum. Glæpatíðni hefur t.a.m. spillt fyrir eðlilegri þróun borga svo eitthvað sé nefnt. Að gefnu tilefni viljum því draga fram þessar athugasemdir í þessari grein og þeirri fyrri og benda á að um flókið samhengi er að ræða. Fræðimenn hafa verið að þróa flókin spálíkön til þess að meta þessa hluti. Ýmis líkön hafa verið í notkun og flest þeirra taka tillit til tuga áhrifabreyta. Það nýjasta er jafnvægislíkan sem byggir á alveg nýrri kenningu um búferlaflutninga innanlands og leggur mikla áherslu á landfræðilega stærðarhagkvæmni og nálægð smærri byggðarlaga við þau stærri. Af þessum sökum er mikilvægt að kveða ekki fast að orði þegar menn vilja stilla upp dauðalista yfir heilu byggðarlögin. Það verður að teljast ábyrgðarhluti að gefa slíkt út, án þess að meira liggi að baki en, að því er virðist yfirborðsleg notkun á kennitölum sem fyrir það fyrsta eru vafasöm samsetning og aukinheldur eiga í sumum tilfellum afar illa við íslenskan veruleika. Engu að síður viljum við að lokum taka vilja blaðamanns fyrir verkið. Með greinaflokki þessum hefur verið sýnd viðleitni til þess að kafa ofan í þjóðmál. Það út af fyrir sig er þakkarvert, ekki síst þegar olnbogabörn eins og byggðamál ber á góma. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í grein þessari, sem er sú seinni, gera undirritaðir nokkrar athugasemdir við málsmeðferð og túlkanir Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns, í röð fréttaskýringa sem birtist í Fréttablaðinu og grundvölluð er á líkani sem sett hefur verið fram af Frank J. Popper og Deborah konu hans. Þar er gefið út dánarvottorð á obba landsbyggðar á Íslandi. Í fyrri greininni var fjallað um takmarkanir líkansins á íslenskar aðstæður. Í þessum seinni hluta verður bent á þætti sem horft hefur verið til í nýlegum rannsóknum á vexti og viðgengi byggðarlaga og velta má fyrir sér hvort hefðu ekki átt að taka með í reikninginn, sérstaklega þegar kveða á svo fast að orði um framtíð fjölda sveitarfélaga og landsvæða. Við byrjum á að fjalla um nálægð við sterka byggðarkjarna, dulda búsetu og væntingar heimamanna og annarra um starfsemi á svæðinu og ljúkum síðan á að rekja marga aðra þætti sem komið hefur í ljós að geti skipt máli. Nálægð við sterkan byggðarkjarna. Stærðarhagkvæmni þéttbýlis er talin hafa mikið um framtíð þess og nágrannasveitarfélaga að segja. Vöxturinn á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi og á Suðurnesjum væri sennilega lítill eða enginn ef ekki væri fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið. Akureyri hefur svipuð áhrif á nágrenni sitt og því ótrúlegt að sjá nágrannahreppa bæjarins dæmda til dauða í fyrrnefndri greiningu, m.a. fyrir meint strjálbýli sem litla sem enga þýðingu hefur. Dulin búseta. Ekki er tekið tillit til dulinnar búsetu eða annarrar búsetu eins og fjarbúðar og tvöfaldrar búsetu, enda erfitt að henda reiður á slíkum staðreyndum í opinberum staðtölum. Það færist í vöxt að almenningur velji sér annað heimili í öðru sveitarfélagi en getur lagalega séð ekki verið skráð á tveimur stöðum. Vaxandi frístundahúsaeign bæði í sumarbústaðalöndum, til sveita eða í bæjum og þorpum utan höfuðborgarsvæðisins er til vitnis um það. Af slíkri búsetu er um veruleg margfeldisáhrif að ræða, bæði efnahagsleg og félagsleg. Þetta á auðvitað helst við þau svæði sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu. Væntingar íbúanna. Í nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að væntingar fólks um framtíð byggðarlaga hafa mjög mikið með vöxt þeirra og viðgengi að gera. Jákvæðar væntingar eru frumforsenda fjárfestinga og fjárfestingar eru undirrót hagvaxtar. Í sumum rannsóknum benda niðurstöður til þess að væntingar hafi meiri áhrif heldur en laun. Lönd og landsvæði hafa búið við stöðnun og jafnvel hnignun í ár og áratugi vegna neikvæðra væntinga. Þá hefur þurft „stóran atburð" til að byggja upp jákvæðar væntingar og koma þar með hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Álver á Austurlandi er dæmi um „stóran atburð" og er það álit all sumra fræðimanna að svæðið fari að dafna á ný eftir erfitt tímabil. Til þess að undirstrika það hversu flókið samband um er að ræða þegar fólk flytur að eða frá byggðarlögum má nefna enn fleiri þætti sem hafa áhrif. Hér má nefna þætti sem tengjast umhverfinu eins og nálægð við fjölbreytta (villta) náttúru, fallegt umhverfi, litla umferð (e. traffic congestion), róleg íbúðarhverfi. Fjarlægðir skipta máli. Þar má nefna nálægð heimilis, vinnustaðar, skóla, verslana og annarrar nauðsynlegrar þjónustu. Einnig er nálægð dreifbýlis við bæ eða borg mjög mikilvæg. Aðstæður á vinnumarkaði eru mikilvægar. Ásamt launum hafa atvinnuöryggi, fjölbreytni atvinnulífsins og atvinnuleysi einnig mikil áhrif. Þá hefur staða eignamarkaðar líka áhrif. Fullnægjandi framboð á húsnæði til kaupa, leigu, svo og verð þess eru einnig mikilvægir þættir til viðbótar við eftirspurn þess. Öflugur vöru- og þjónustumarkaður skiptir miklu máli fyrir byggðarlög eins og kom m.a. í ljós í rannsókn Stefáns Ólafssonar. Þessa þætti er hvergi að finna í líkani Poppers og þykir undrun sæta. Þetta eru þættir eins og vöruverð, þjónustustig og gott vöruúrval. Að lokum hefur opinber þjónusta af ýmsum toga mikið að segja ásamt félagslegum þáttum. Glæpatíðni hefur t.a.m. spillt fyrir eðlilegri þróun borga svo eitthvað sé nefnt. Að gefnu tilefni viljum því draga fram þessar athugasemdir í þessari grein og þeirri fyrri og benda á að um flókið samhengi er að ræða. Fræðimenn hafa verið að þróa flókin spálíkön til þess að meta þessa hluti. Ýmis líkön hafa verið í notkun og flest þeirra taka tillit til tuga áhrifabreyta. Það nýjasta er jafnvægislíkan sem byggir á alveg nýrri kenningu um búferlaflutninga innanlands og leggur mikla áherslu á landfræðilega stærðarhagkvæmni og nálægð smærri byggðarlaga við þau stærri. Af þessum sökum er mikilvægt að kveða ekki fast að orði þegar menn vilja stilla upp dauðalista yfir heilu byggðarlögin. Það verður að teljast ábyrgðarhluti að gefa slíkt út, án þess að meira liggi að baki en, að því er virðist yfirborðsleg notkun á kennitölum sem fyrir það fyrsta eru vafasöm samsetning og aukinheldur eiga í sumum tilfellum afar illa við íslenskan veruleika. Engu að síður viljum við að lokum taka vilja blaðamanns fyrir verkið. Með greinaflokki þessum hefur verið sýnd viðleitni til þess að kafa ofan í þjóðmál. Það út af fyrir sig er þakkarvert, ekki síst þegar olnbogabörn eins og byggðamál ber á góma. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Bifröst.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun