Er bæði sár og svekktur 13. október 2006 00:01 Fer ekki til Bandaríkjanna Húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova mun ekki hita upp fyrir samnefnda hljómsveit sem þýðir að Magni mun ekki taka þátt í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm. Rock Star Supernova Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm.
Rock Star Supernova Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira