Arctic Trucks hefur tekið í notkun alhliða þjónustukerfi Microsoft Dynamics NAV með sérbreytingum frá Landsteinum Streng.
"Kerfið heldur utan um alla verksögu bifreiða hjá okkur ásamt lista yfir íhluti sem í þeim eru. Einnig stofnar það sjálfvirkt þjónustupantanir fyrir fastar skoðanir sem tilgreindar eru í þjónustusamningum," segir Hrafnhildur Hauksdóttir, verkefnastjóri Arctic Trucks, og kveður mikla ánægju með kerfið.
Meginávinningurinn með notkun á þjónustukerfinu er sagður að það flýti verkum og samræmi vinnubrögð.