Innlent

Sækist eftir fjórða sæti

Jens Sigurðsson
Jens Sigurðsson

Jens Sigurðsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, gefur kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Jens er 28 ára stjórnmálafræðingur og nam við George Washington háskólann í Washington DC en stundaði einnig nám í Norður Karólínu háskólanum í Wilmington. Jens hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum undanfarin ár fyrir Unga jafnaðarmenn og Samfylkinguna. Hann sat í kosningastjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi í vor og er fulltrúi flokksins í Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×