Draga þurfti úr orkuframleiðslu í kjarnorkuverinu Higashidori í Japan um sextíu prósent vegna þess að sjávargróður komst í vatnsinntak á föstudaginn og olli því að skortur varð á kælivatni.
Starfsmenn kjarnorkuversins unnu hörðum höndum um helgina að því að fjarlægja sjávargróðurinn, sem barst í inntakið þegar mikið óveður geisaði á norðvestanverðu landinu á föstudaginn.
Talið er það taki nokkra daga áður en reksturinn kemst í samt lag á ný.