Frelsi til að þróast 21. september 2006 06:00 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun